Home Fréttir Í fréttum „Þetta eru mikilvægar framkvæmdir“

„Þetta eru mikilvægar framkvæmdir“

103
0
Hollenska dæluskipið Hein hefur unnið að dýpkun Sundahafnar á Ísafirði. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Fram­kvæmd­ir standa nú yfir við sand­dæl­ingu og dýpk­un Sunda­hafn­ar á Ísaf­irði. Hol­lenska dælu­skipið Hein er á svæðinu og með búnaði þess verða tæp­lega 100 þúsund tonn af sandi fjar­lægð.

<>

Þeim jarðvegi er svo dælt á Suður­tanga á Skutuls­fjarðareyri sem þar nýt­ist í land­fyll­ingu, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í gær.

„Þetta eru mik­il­væg­ar fram­kvæmd­ir sem hafa taf­ist í lang­an tíma. Grynn­ing­ar hér á sund­un­um hafa síðustu ár komið í veg fyr­ir að allra stærstu skemmti­ferðaskip geti komið hingað inn til Ísa­fjarðar og lagst að bryggju.

Af þeirri ástæðu hef­ur hafn­ar­sjóður orðið af mikl­um tekj­um, svo miklu máli sem farþega­skip­in skipta okk­ur,“ seg­ir Hilm­ar Krist­ins­son Lyng­mó, hafn­ar­stjóri á Ísaf­irði.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu.

Heimild: Mbl.is