Akraneskaupstaður bauð nýverið út verkefni sem tengist viðgerð á íþróttahúsinu við Vesturgötu. Íþróttasalnum ásamt fleiri rýmum var lokað s.l. haust vegna loftgæðavandamála.
Alls bárust fimm tilboð í verkefnið en kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á rétt rúmlega 228 milljónir kr. Eitt tilboð náði ekki að uppfylla skilyrði.
Eftirfarandi tilboð eru gild og hefur skipulags – og umhverfisráð lagt til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda sem er Land og verk ehf en tilboð þeirra var rúmlega 3 milljónum kr. yfir kostnaðaráætlun.
Eftirfarandi fyrirtæki voru með gild tilboð í verkefnið:
Land og verk ehf: 231.596.999 kr.
Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar ehf: 248.213.283 kr.
E. Sigurðsson ehf: 269.709.904 kr.
Stéttafélagið ehf: 278.837.500 kr.
Heimild: Skagafrettir.is