Home Fréttir Í fréttum Þjónustustöð við Markarfljótsbrú

Þjónustustöð við Markarfljótsbrú

80
0
Framkvæmdir eru langt komnar og styttist í opnunina. mbl.is

Þjón­ustu­stöð og veit­inga­skáli sem reist­ur hef­ur verið við Markarfljóts­brú, við af­legg­ar­ann að veg­in­um að Land­eyja­höfn, verður opnaður síðari hluta maí­mánaðar.

<>

Svarið ehf. stend­ur að þessu verk­efni. Sveinn Waage markaðsstjóri fyr­ir­tæk­is­ins lýs­ir mál­inu þannig að nú sé að koma fram á sjón­ar­sviðið ný kyn­slóð greiðasölustaða við þjóðveg­inn.

„Þetta er bens­ín­stöð án eldsneyt­is,“ seg­ir Sveinn og á þar við að fyr­ir utan bygg­ing­una verði raf­hleðslu­stöðvar en ekki sala á bens­íni eða olíu.

Sinna fólki á leiðinni til Eyja
Aust­ur við Markarfljót er nú komið 550 fer­metra timb­ur­hús í lang­bæj­ar­stíl, sem set­ur sterk­an svip á um­hverfið.

Inni í hús­inu verður veit­inga­sal­ur og versl­un með ýms­um nauðsynj­um sem viðskipta­vin­ir munu yf­ir­leitt nálg­ast með sjálfsaf­greiðslu.

Einnig verður í hús­inu hrein­lætisaðstaða og upp­lýs­ingaþjón­usta. Þar verður áhersla lögð á að sinna fólki á leiðinni til Vest­manna­eyja.

Heimild: Mbl.is