Home Fréttir Í fréttum Búið er að slökkva eldinn í Húsaskóla að mestu

Búið er að slökkva eldinn í Húsaskóla að mestu

60
0
Búið er að ráða niðurlögum eldsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búið er að slökkva eld­inn í Húsa­skóla að mestu leiti en slökkviliðið vinn­ur nú að því að tryggja að eld­ur hafi ekki læst sér ann­ars staðar í þakið.

<>

Þetta seg­ir Ásgeir Hall­dórs­son, aðstoðar­varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir slökkvi­starfi þó ekki lokið.

Slökkviliðið vinn­ur nú að því að tryggja að eld­ur hafi ekki læst sér ann­ars staðar í þakið. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Eld­ur kom upp í þak­skyggni skól­ans á þriðja tím­an­um í dag. Ásgeir seg­ir að vel hafi gengið að slökkva eld­inn og að nú sé unnið að því að rífa frá þak­inu til að tryggja að eld­ur hafi ekki læst sér ann­ars staðar í þakið.

Að sögn Ásgeirs voru iðnaðar­menn að störf­um á þaki húss­ins þegar eld­ur­inn kom upp en þeir voru að bræða pappa á þakið, en það er gert með eld.

Heimild: Mbl.is