Jarðtækniboranir eru hafnar í vegstæði Sundabrautar. Þær hafa staðið yfir með hléum frá því í byrjun janúar.
Helga Jóna Jónasdóttir, verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni, segir að stoðdeild Vegagerðarinnar sjái um boranirnar, bæði á landi og sjó.
Þær miði að því að kanna dýpi niður á klöpp og burðarhæfi jarðlaga í vegstæðinu.
Borað hefur verið á nokkrum stöðum á Kjalarnesi og í Geldinganesi en ekki eru hafnar boranir í Gufunesi.
Helga Jóna segir að til standi að hefja sambærilegar rannsóknir á hafsbotni fyrir páska, vonandi strax í næstu viku.
Unnið er að standsetningu borpramma í Sundahöfn vegna þessara rannsókna. Reiknað er með að byrja í Kleppsvík. Notaður verður pramminn Ýmir RE, sem er í eigu Ístaks.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is