Home Fréttir Í fréttum Rannsóknarboranir vegna Sundabrautar

Rannsóknarboranir vegna Sundabrautar

126
0
Dýpkunarpramminn Ýmir liggur við Vogabakka. Starfsmenn Ístaks gera hann kláran fyrir verkefnið. mbl.is/sisi

Jarðtækni­bor­an­ir eru hafn­ar í veg­stæði Sunda­braut­ar. Þær hafa staðið yfir með hlé­um frá því í byrj­un janú­ar.

<>

Helga Jóna Jón­as­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri Sunda­braut­ar hjá Vega­gerðinni, seg­ir að stoðdeild Vega­gerðar­inn­ar sjái um bor­an­irn­ar, bæði á landi og sjó.

Þær miði að því að kanna dýpi niður á klöpp og burðar­hæfi jarðlaga í veg­stæðinu.

Borað hef­ur verið á nokkr­um stöðum á Kjal­ar­nesi og í Geld­inga­nesi en ekki eru hafn­ar bor­an­ir í Gufu­nesi.

Helga Jóna seg­ir að til standi að hefja sam­bæri­leg­ar rann­sókn­ir á hafs­botni fyr­ir páska, von­andi strax í næstu viku.

Unnið er að stand­setn­ingu borpramma í Sunda­höfn vegna þess­ara rann­sókna. Reiknað er með að byrja í Klepps­vík. Notaður verður pramm­inn Ýmir RE, sem er í eigu Ístaks.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is