Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í framkvæmdaeftirlit með byggingarframkvæmdum vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar samkvæmt útboðsgögnum nr. 20212.
Verkefnið skiptist í eftirfarandi megin verkþætti:
• Eftirlit með greftri um 400 m langs aðrennslisskurðar og inntaksmannvirkja.
• Eftirlit með uppsteypu inntaksmannvirkis, spennahúss, aðkomubyggingar og stöðvarhúss sem verður neðanjarðar.
• Eftirlit með greftri tveggja lóðréttra jarðganga, um 120m að lengd.
• Eftirlit með greftri aðkomuganga, tengiganga og stöðvarhúsi neðanjarðar.
• Eftirlit með greftri 450 m frárennslisganga og 2.2 km frárennslisskurðar.
• Eftirlit með slóða og vegagerð.
• Öryggiseftirlit á verkstað.
• Hjúkrunarþjónusta.
Vinna við eftirlitið hefst í maí 2016 og lýkur í september 2018.
Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir klukkan 12:00 þriðjudaginn 12. apríl 2016.
Tilboð verða opnuð kl. 14:00 sama dag og lesin upp að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.