Home Fréttir Í fréttum 08.04.2024 VEGK-2024-01 Veitulagnir, jarðvinna og yfirborðsfrágangur – Gagnvirkt innkaupakerfi

08.04.2024 VEGK-2024-01 Veitulagnir, jarðvinna og yfirborðsfrágangur – Gagnvirkt innkaupakerfi

298
0
Mynd: Veitur ohf.

Veitur ohf. óska eftir þátttakendum í gagnvirkt innkaupakerfi fyrir verkefni vegna veitulagna, jarðvinnu og yfirborðsfrágangs.

<>

Undir gagnvirka innkaupakerfinu falla verkefni sem innifela í sér að hluta eða öllu leyti vinnu við eftirfarandi verkþætti fyrir verkefni verkkaupa á öllum veitusvæðum verkkaupa, hvort sem um er að ræða verkefni sem verkkaupi stendur einn að eða í samstarfi við aðra verkkaupa.

1. Öryggisráðstafanir og vinnusvæðamerkingar.
2. Útdráttur á rafstrengjum í jörðu.
3. Lagning á foreinangruðum hitaveitulögnum.
4. Lagning á kaldavatnslögnum í jörðu.
5. Lagning á fráveitulögnum í jörðu.
6. Uppsetningu á brunnum og tengingum við lagnir.
7. Yfirborðsfrágangur, laust yfirborð, gróður, þökur eða sáning.
8. Yfirborðsfrágangur, fast yfirborð, malbik, steypa eða hellulögn.
9. Þrengingar og lokun gatna og stíga.
10. Leka og þrýstiprófanir lagna.
11. Uppsetning vatns- og hitaveituloka.
12. Prófanir á veitukerfum.

Útboðsgögn afhent: 05.03.2024 kl. 14:00
Skilafrestur 08.04.2028 kl. 00:00
Opnun tilboða: 08.04.2024 kl. 00:00

Stefnt er á að flest fjárfestingar- og viðhaldsverkefni sem falla undir ofangreinda lýsingu verði boðin út innan gagnvirka innkaupakerfinu. Verkkaupi er þó á engan hátt skuldbundin til að bjóða út verkefni undir gagnvirka innkaupakerfinu.

Sjá nánari upplýsingar um gagnvirkt innkaupakerfi í útboðsgögnum.

Skoða nánar.