Home Fréttir Í fréttum Leggjast gegn ál­klæðningu á tveimur hliðum Lauga­lækjar­skóla

Leggjast gegn ál­klæðningu á tveimur hliðum Lauga­lækjar­skóla

103
0
Beiðni var lögð fram um að klæða suðvestur- og suðausturhliðar byggingarinnar með álklæðningu. REYKJAVÍKURBORG

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur lagst gegn umsókn byggingarfulltrúa borgarinnar þar sem sótt er um leyfi til að klæða suðausturgafl og suðvesturhlið Laugalækjarskóla með sléttri álklæðningu.

<>

Er vísað í að að setja klæðningu á hús þar sem ekki hafi verið gert ráð fyrir henni í upphafi hafi oft neikvæð áhrif á útlit húss. Þannig geti helstu stíleinkenni tapast.

Þetta kemur fram í umsókn skipulagsfulltrúa sem lögð var fram á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa í síðasta mánuði.

Í umsögninni kemur fram að hverfið samanstandi af stofnunum og blandaðri íbúðarbyggð; stórum og litlum fjölbýlishúsum auk raðhúsa, í módernískum stíl. Er vísað í að samstæður húsa og heildir séu verndaðar með hverfisvernd.

„Í gildandi deiliskipulagi kemur fram að Leirulækur 2 er með verndun 20. aldar bygginga. Við endurbætur og mögulega stækkun þeirra ber að taka sérstakt tillit til byggingarlistarlegra sérkenna þeirra hvað varðar útlitshönnun, innra skipulag og stærðarhlutföll. Skólinn er teiknaður af Einari Sveinssyni og Kjartani Sveinssyni.

Að setja klæðningu á hús þar sem ekki var gert ráð fyrir henni í upphafi hefur oft neikvæð áhrif á útlit húss og helstu stíleinkenni geta tapast.

Ekki er heimilt að klæða steypt hús sem falla undir verndun 20. aldar bygginga. Það þarf að skoða aðra valkosti við endurgerð húsa sem hæfa byggingarstíl hússins betur,“ segir í umsögninni.

Heimild: Mbl.is