Home Fréttir Í fréttum 04.04.2024 Mosfellsbær : „LED lampar fyrir götu- og stígalýsingu“

04.04.2024 Mosfellsbær : „LED lampar fyrir götu- og stígalýsingu“

63
0
Mynd: Mosfellsbær

Tilboðið felst í að útvega 1.100 LED lampa fyrir götu- og stígalýsingu í eldri hverfi í Mosfellsbæ ásamt og með í ný hverfi sem verið er að reisa.

<>

Svæðið sem lamparnir eru ætlaðir í samanstendur af húsagötum, opnum svæðum og stígum.

Gerðar eru kröfur til þess að bjóðandi bjóði lampa sem uppfylla útlitskröfur auk tæknilegra og ljóstæknilegra eiginleika og komi vel út í lífferilskostnaðargreiningu, LCC.

Samningur nær til tveggja ára.  Frávikstilboð verða ekki leyfð.

Útboðsgögn verða afhent í tölvupósti í gegnum ráðgjafa verkkaupa, gudjon@liska.is frá og með 1. mars 2024 og verður hægt að nálgast gögn til og með 22. mars 2024.

Tilboðum ásamt umbeðnum gögnum skal skila rafrænt í tölvupósti til gudjon@liska.is.   Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði.  Bjóðandi ber ábyrgð á að tilboð berist á réttum tíma og bjóðendur eru hvattir til að hefja tímanlega vinnu við að skila þeim inn.

Skilafrestur tilboða er til kl. 10:00 föstudaginn 4. apríl 2024

Opnun tilboða fer fram rafrænt að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.  Við opnun tilboða verða lesin upp nöfn bjóðenda og heildarlífsferilskostnaðarverð af tilboðseyðublaði.

Útboð þetta er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu (EES, 118772-2024)

Sjá frekar