Home Fréttir Í fréttum Búið að fergja Njarðvíkuræðina

Búið að fergja Njarðvíkuræðina

68
0
Búið er að fergja Njarðvíkuræðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að fergja þann hluta Njarðvíkuræðar­inn­ar sem hraun­flæðilíkön benda til að hraun gæti flætt yfir. Er heita­vatns­lögn­in, sem út­veg­ar öll­um Suður­nesj­um heitu vatni, nú bet­ur tryggð en fyr­ir síðasta gos.

<>

Þetta seg­ir Krist­inn Harðar­son, fram­kvæmda­stjóri fram­leiðslu hjá HS Orku, í sam­tali við mbl.is.

„Lögn­in var graf­in niður að hluta á hraun­veg­in­um og það var graf­inn þar grunn­ur skurður og hún færð þar ofan í. Svo var fergjað yfir með jarðvegs­fyll­ingu og búið að búa til malar­púða ofan á lögn­ina. Þannig hún er á góðum stað ef það kem­ur hraun þarna yfir núna,“ seg­ir Krist­inn.

Eins vel und­ir­bú­in og hægt er
Þá seg­ir hann að einnig sé búið að fergja lögn­ina norðan við hrauntung­una enda bendi hraun­flæðilíkön til þess að ef um stórt gos sé að ræða þá gæti hraun­flæði náð lengra en síðast.

„Það er búið að fergja vel að henni og kaf­færa henni í jarvegs­fyll­ingu líka al­veg upp á hæsta punkt sem þarna er. Þannig það get­ur líka farið hraun þar yfir án þess að það myndi hafa áhrif á lögn­ina.“

Mynd­ir þú segja að lögn­in sé ör­ugg­ari núna en fyr­ir síðasta gos?

„Já. Við erum bara eins vel und­ir­bú­in og get­um verið,“ svar­ar Krist­inn.

Tengja nýtt mast­ur á Rauðamels­lín­una
Þá er verið að auka varn­ir við orku­innviði í Svartsengi eins og há­spennu­möst­ur á Rauðamels­lín­unni. Búið er að byggja varn­argarða í kring­um þau möst­ur og er einnig verið að byggja tvö ný stór möst­ur.

„Við erum að taka ákvörðun um það hvort að við tengj­um það núna í vik­unni. Það er hugs­an­legt að við ger­um það núna á fimmtu­dag­inn. Þá er raflín­an kom­in mjög hátt og teng­ist inn á tvö ný möst­ur og við erum þá vel und­ir­bú­in að raflín­urn­ar séu líka varðar,“ seg­ir hann og bæt­ir við að Landsnet sé í for­ystu í því verk­efni.

Búið er að flytja efni í Svartsengi til að bæta eða byggja innviði sem gætu farið und­ir hraun í öðru gosi. Krist­inn seg­ir þetta gert til að tryggja skjótt viðbragð.

Heimild: Mbl.is