Home Fréttir Í fréttum Byggiðn ekki á leið í verkfall með fagfélögunum

Byggiðn ekki á leið í verkfall með fagfélögunum

51
0
Byggiðn ekki meðal þeirra fagfélaga sem boðað hafa undirbúning verkfallsaðgerða. mbl.is/Hákon

Byggiðn, fé­lag bygg­ing­ar­manna, er ekki meðal þeirra fag­fé­laga sem boðað hafa und­ir­bún­ing verk­fallsaðgerða.

<>

Þetta árétt­ir Jón Bjarni Jóns­son, formaður Byggiðnar, í sam­tali við mbl.is.

Í kjaraviðræðum með breiðfylk­ing­unni
Fag­fé­lög­in sam­an­standa vissu­lega af RSÍ, MATVÍS, VM og Byggiðn. Jón seg­ir Byggiðn hins veg­ar hafa ákveðið að ganga til kjaraviðræðna sem hluti af breiðfylk­ingu stétt­ar­fé­laga, í umboði Samiðnar, en ekki sem hluti af fag­fé­lög­un­um.

Byggiðn er þannig ekki meðal þeirra fag­fé­laga iðn- og tækni­fólks sem samþykkti á fjöl­menn­um fundi á föstu­dag að stofna aðgerðar­hóp til að und­ir­búa verk­fallsaðgerðir.

Spurður hvers vegna Byggiðn hafi ákveðið að ganga til kjaraviðræðna sem hluti af Breiðfylk­ing­unni, en ekki með hinum fag­fé­lög­un­um, svar­ar Jón því til að upp­haf­lega hafi það verið gert til að koma viðræðum af stað.

„Síðan hafa viðræður þró­ast þannig að þetta er að verða iðnaðarmönn­um hag­kvæm­ara,“ seg­ir Jón sem árétt­ir að stóra mark­miðið sé þó að ná niður vöxt­um og verðbólgu.

„Við fór­um í ákveðna veg­ferð og höf­um haldið áfram á þeirri veg­ferð,“ seg­ir Jón sem gef­ur ekki frek­ari upp­lýs­ing­ar um gang mála við samn­inga­borð SA og breiðfylk­ing­ar­inn­ar í ljósi fjöl­miðlabanns samn­ingsaðila.

Heimild: Mbl.is