Home Fréttir Í fréttum Fjórar vinnuvélar fluttu hundrað metra langa hitaveitulögn að nýja hrauninu

Fjórar vinnuvélar fluttu hundrað metra langa hitaveitulögn að nýja hrauninu

133
0
Skjáskot af Ruv.is

Gamla hitaveitulögnin sem lá til Grindavíkur var flutt að nýja hrauninu í vikunni. Þar var hún soðin saman og lögð yfir hraunið.

<>

Gamla hitaveitulögnin sem lá til Grindavíkur var flutt á nýja hraunið í vikunni. Hlutverk hennar er að leysa af hólmi lögnina sem liggur undir hrauninu en hún lekur.

Gamla lögnin var skorin í 90 til 100 metra langar lengjur og flutt að hrauninu þar sem hún var soðin saman. Arnar Smári Þorvarðarson byggingatæknifræðingur tók þetta myndskeið af flutningi lagnarinnar.

Lögnin var bundin í snöru sem var fest á gröfurnar og þær þurftu síðan að vinna sem ein og stilla af hraðan til að flytja lögnina að nýja hrauninu.

„Þetta gekk mjög vel, það voru sex lengjur fluttar,“ segir Arnar Smári í samtali við fréttastofu.

„Þetta er vinna sem er í gangi núna, við vonumst til að geta hleypt heitu vatni á lögnina í kvöld. Það er búið að vinna dag og nótt við þetta.“

Heimild: Ruv.is