Home Fréttir Í fréttum Ekki heil brú í áformum um Fossvogsbrú?

Ekki heil brú í áformum um Fossvogsbrú?

74
0
Bergþóra Þorkelsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason og Inga Sæland verða gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum í dag. Samsett mynd

Bergþóra Þor­kels­dótt­ir for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar mun sitja fyr­ir svör­um í næsta þætti af Spurs­mál­um sem sýnd­ur verður í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14 í dag.

<>

Krefj­andi spurn­ing­um verður beint að for­stjór­an­um og knúið á um svör hver áform Vega­gerðar­inn­ar eru ann­ars veg­ar um Sunda­brú og hins veg­ar um Foss­vogs­brú, sem tölu­vert hafa verið í umræðunni upp á síðkastið.

Kostnaðaráætl­un við land­mót­un og yf­ir­borðsfrá­gang á Foss­vogs­brú hef­ur hlotið tölu­verða gagn­rýni í sam­fé­lag­inu und­an­farið. Þykir al­menn­ingi ekki heil brú í því hversu langt áætl­un­in hef­ur farið fram úr þeim kostnaði sem áætlaður var í upp­hafi og kynnt­ur í frumdrög­um fram­kvæmd­anna.

Frétt­ir vik­unn­ar fjör­ugri sem aldrei fyrr

Yf­ir­ferð á helstu frétt­um vik­unn­ar verður einnig á sín­um stað í Spurs­mál­um í dag. Baggal­út­ur­inn, texta- og hug­mynda­smiður­inn Bragi Valdi­mar Skúla­son mæt­ir í settið ásamt þing­kon­unni Ingu Sæ­land, til að fara yfir helstu frétt­ir vik­unn­ar. Má því bú­ast við að yf­ir­ferðin verði með ör­lítið fjör­ugri hætti en vana­lega.

Ekki missa af Spurs­mál­um hér á mbl.is á slag­inu kl. 14 í dag. Þátt­ur­inn verður sýnd­ur í beinu streymi og er öll­um aðgengi­leg­ur.

Heilmild: Mbl.is