Home Fréttir Í fréttum 21.03.2024 Lyftur fyrir Nýjan Landspítala

21.03.2024 Lyftur fyrir Nýjan Landspítala

94
0
Mynd: mbl.is/Kristinn Magnússon

Með þessu almenna útboði óskar Nýr Landspítali ohf (NLSH) eftir tilboðum í sex (6) víradrifnar lyftur, til fólks-, sjálfvirka AGV vagna- og vöruflutninga.

<>

Í heildina mun NLSH kaupa inn um 30 lyftur og nær útboð þetta einungis til 6 þeirra.

Lyfturnar verða til notkunar á meðan á byggingaframkvæmdum meðferðarkjarna og rannsóknarhúss stendur og eftir að byggingarnar hafa verið afhentar Landspítala til notkunar.

Í verkinu felst eftirfarandi:

  • hönnun, framleiðsla, flutningur og uppsetning á lyftunum
  • hönnun og uppsetning viðbótar stálvirkis í lyftugöngum þar sem þörf er á til samræmis við kröfur framleiðanda
  • hönnun og uppsetning á endanlegri lýsingu, raflögnum og tenglum í lyftugöngum
  • uppsetning á hlífðarveggjum innan í lyftum, veggjum, gólf og loft sem verður fjarlægt við lok framkvæmdatíma
  • þjónustusamningur fyrir viðhald og rekstur
Útboðsgögn afhent: 19.02.2024 kl. 00:00
Skilafrestur 21.03.2024 kl. 13:00
Opnun tilboða: 21.03.2024 kl. 13:15

Sjá frekar.