Home Fréttir Í fréttum Rúmenskir „naglar“ komu til hjálpar

Rúmenskir „naglar“ komu til hjálpar

78
0
Tveir hressir að störfum við Hverahlíðarlínu. Ljósmynd/Aðsend

Hóp­ur verka­manna var kallaður frá störf­um við Hvera­hlíðarlínu II til aðstoðar við gerð nýrr­ar hjá­v­eitu­lagn­ar meðfram Njarðvíkuræð á dög­un­um. Rúm­en­ar voru þar í mikl­um meiri­hluta.

<>

„Þegar við vor­um beðnir af HS Orku um að bæt­ast í hóp annarra við að koma lögn­un­um á Reykja­nesskaga sam­an þá ákváðum við í sam­ráði við Orku nátt­úr­unn­ar að senda all­an okk­ar mann­skap úr Hvera­hlíðaverk­inu til Reykja­nesskaga.

Eðli máls­ins sam­kvæmt er all­ur þessi hóp­ur þaul­van­ur píp­usuðu, með suðuvott­an­ir til slíks og með vottaða suðuferla,” seg­ir Rögn­vald­ur Ein­ars­son, yf­ir­maður sölu- og verk­efn­a­stýr­ing­ar hjá Héðni, spurður út í verk­efnið.

Að störf­um við Hvera­hlíðarlínu. Ljós­mynd/​Aðsend

Settu und­ir sig haus­inn
Vinn­an við hjá­v­eitu­lögn­ina stóð yfir frá laug­ar­degi til mánu­dags þar sem unnið var í kappi við tím­ann við erfiðar aðstæður við að sjóða sam­an lögn til að heitt vatn kæm­ist til Suður­nesja. „Það var bara sett und­ir sig haus­inn og menn mættu með því hug­ar­fari,” bæt­ir Rögn­vald­ur við um mann­skap­inn.

Rúm­en­arn­ir hafa starfað við Hvera­hlíðarlínu hjá vélsmiðjunni Altak-Artic, sem er verktaki hjá Héðni, við stálsuðu 1000 mm röra í lögn­ina síðan í júní í fyrra. Verklok eru áætluð 15. júlí næst­kom­andi.

Ljós­mynd/​Aðsend

„Þetta eru al­veg hörku nagl­ar,” seg­ir Rögn­vald­ur, spurður hvers kon­ar starfs­kraft­ar þeir eru. Stærst­ur hluti þeirra kom hingað til lands sér­stak­lega til að vinna við Hvera­hlíðarlínu og fer síðan aft­ur af landi brott að verk­inu loknu.

Ljós­mynd/​Aðsend

Hvera­hlíðarlína er 4.450 metra löng flutn­ing­sæð fyr­ir gufu frá Hvera­hlíð til Hell­is­heiðar­virkj­un­ar. „Mark­miðið er að nýta fyr­ir­liggj­andi bor­hol­ur við Hvera­hlíð til að afla upp­bót­ar­gufu og skilju­vatns til raf­magns- og hita­veitu­fram­leiðslu fyr­ir Hell­is­heiðar­virkj­un. Jafn­framt er gert ráð fyr­ir þeim mögu­leika til framtíðar að tengja bor­hol­ur sem verða boraðar síðar,” seg­ir í til­kynn­ingu sem Héðinn sendi frá sér í fyrra.

Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend

Heimild: Mbl.is