Home Fréttir Í fréttum Gægst ofan í hraunið í Grindavík

Gægst ofan í hraunið í Grindavík

70
0
Skjáskot af Ruv.is

Ekki hefur tekist að finna hvar heitavatnsleiðslan til Grindavíkur er löskuð og til stendur að leggja nýja að hluta. Sjónvarpsmenn gægðust ofan í nýrunnið hraun í dag.

<>

Verktakar á vegum HS Veitna og Almannavarna unnu að því í dag að reyna að finna hvar heitavatnsleiðslan sem liggur frá Svartsengi til Grindavíkur er í sundur.

Ekki er fullur þrýstingur á heitu vatni í bænum, og svo virðist sem hátt í helmingur af því heita vatni sem fer frá orkuverinu í Svartsengi tapist á leiðinni til Grindavíkur.

Enn er víða mikill hiti í hrauninu og allt að sex metrar eru niður á lögnina þar sem dýpst er. Illa gekk að finna hvar leiðslan er löskuð og virðist það nú fullreynt.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er farið að leggja drög að leið fyrir nýja leiðslu ofan á nýrunnið hraunið.

Heimild: Ruv.is