Home Fréttir Í fréttum Miklar fram­kvæmdir í Hvera­gerði og allt að gerast

Miklar fram­kvæmdir í Hvera­gerði og allt að gerast

142
0
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar fagnar allri uppbyggingu og framkvæmdum í Hveragerði enda segir hún einstaklega gott að búa í Hveragerði. MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON

Það er engin lognmolla í Hveragerði um þessar mundir því þar eru miklar framkvæmdir í gangi og mikið byggt. Til að mynda á að fara að byggja nýjan leikskóla og þá er verið að stækka grunnskólann og íþróttahúsið svo eitthvað sé nefnt.

<>

Það er allt að gerast í Hveragerði því þar eru miklar framkvæmdir í gangi enda mikil uppbygging í bæjarfélaginu á fjölmörgum sviðum eins og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar þekkir manna best.

Þetta er stækkandi bær, fjölmargir að byggja húsnæði og svo erum við líka í ýmsum framkvæmdum sveitarfélagið. Við erum að fara að byggja leikskóla, við erum að stækka grunnskólann og svo er búið að samþykkja að ráðast í gervigrasvöll upp í dal, keppnisvöll og svo erum við líka að stækka íþróttahúsið,” segir Jóhanna.

Náttúran í kringum Hveragerðisbæ er einstaklega falleg.
AÐSEND

Jóhanna Ýr segist vera mjög ánægð með allar þessar framkvæmdir í bæjarfélaginu og ekki síður hvað íbúum er að fjölga í Hveragerði.

„Þetta er ótrúlega fallegt bæjarstæði og ef ég tala út frá sjálfri mér þá finnst mér bara mikil forréttindi í því að búa í svona fallegum bæ þar sem náttúran er allt í kring svona falleg. Að geta bara farið í gönguskóna eða strigaskóna og þú gengur í fimm mínútur og þá ertu bara komin í guðsgræna náttúruna.”

Sundlaugin í Laugaskarði er ein af perlunum í Hveragerði, sem heimamenn og aðrir eru duglegir að nýta sér.
AÐSEND

Og er nægilegt lóðaframboð hjá ykkur?

„Já, við eigum nokkrar lóðir á lausu eins og er. Við erum með lóðir við Varmánna, sem eru ákaflega fallegar lóðir, þar eru nokkrar lausar lóðir og svo erum við líka að skoða áframhaldandi uppbyggingu í Kambalandi,” segir Jóhanna Ýr, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar um leið og hún hvetur áhugasama á fá sér ísrúnt í Hveragerði og skoða bæjarfélagið og alla uppbyggingu sem á sér þar stað.

Heimild: Visir.is