Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Uppsteypu bílastæða- og tæknihúss miðar vel við nýjan Landspítala

Uppsteypu bílastæða- og tæknihúss miðar vel við nýjan Landspítala

133
0
Mynd: NLSH ohf.

Eykt heldur af krafti áfram að steypa upp bílastæða- og tæknihúsið, sem í daglegu tali gengur undir nafninu BT hús.

<>

Í bílastæðahluta hússins eru 16 bílastæðapallar og er búið að steypa 12 þeirra.

„Uppsteypa hússins er því langt á veg komin en hún er nokkuð háð veðri. Skipst hefur á vorveður og fimbulkuldi auk nokkurra rokdaga og hefur frekar hægt á framleiðslu síðustu vikur.

Stefnt er að því að fullljúka húsinu á þessu herrans ári 2024,” segir Sigurjón Sigurjónsson verkefnastjóri.

Heimild: NLSH ohf.