Frá því í lok nóvember sl. hefur verið á vegum Ístaks unnið í að skoða að fá til landsins stóra jarðýtu vegna vinnu við varnargarðanna í kringum Svartsengi og við Grindavík.
Fyrir tveimur vikum þá var tekin ákvörðun um að flytja heim vél sem okkur stóð til boða. Vélin var flutt frá Vikersund í Noregi til Hirtshals í Danmörku og þaðan heim til Íslands.

Um miðjan dag á fimmtudag hófst samsetning á vélinni og var hún tilbúin til vinnu á laugadagsskvöld.
Það var gaman að sjá fyrir Ístak hf. að koma jafn stóru tæki til landsins á eins stuttum tíma og væri það ekki mögulegt nema með samstilltu átaki margra og skipta þar sköpum öflugar stoðdeildir Ístaks.

Með tilkomu þessarar jarðýtu er verið að efla vélaflota Ístaks og gera viðbragstímann enn styttri þegar eitthvað kemur upp á og ef reisa þarf varnargarða í hvelli.
Vélin er afkastamikil og er þörf á að vera með tvær jarðýtur við vinnu garðanna til að geta brugðist við.

Bæði munu framkvæmdirnar ganga betur og hraðar fyrir sig með nýju jarðýtunni ásamt því að jarðýtan er tilvalin í allar stórar jarðvegsframkvæmdir.

Heimild: Facebooksíða Ístaks hf.