Home Fréttir Í fréttum Ístak hf. flytur inn stóra jarðýtu vegna vinnu við varnargarðanna

Ístak hf. flytur inn stóra jarðýtu vegna vinnu við varnargarðanna

278
0
Mynd: Ístak hf.

Frá því í lok nóvember sl. hefur verið á vegum Ístaks unnið í að skoða að fá til landsins stóra jarðýtu vegna vinnu við varnargarðanna í kringum Svartsengi og við Grindavík.

<>

Fyrir tveimur vikum þá var tekin ákvörðun um að flytja heim vél sem okkur stóð til boða. Vélin var flutt frá Vikersund í Noregi til Hirtshals í Danmörku og þaðan heim til Íslands.

Mynd: Ístak hf.

Um miðjan dag á fimmtudag hófst samsetning á vélinni og var hún tilbúin til vinnu á laugadagsskvöld.

Það var gaman að sjá fyrir Ístak hf. að koma jafn stóru tæki til landsins á eins stuttum tíma og væri það ekki mögulegt  nema með samstilltu átaki margra og skipta þar sköpum öflugar stoðdeildir Ístaks.

Mynd: Ístak hf.

Með tilkomu þessarar jarðýtu er verið að efla vélaflota Ístaks og gera viðbragstímann enn styttri þegar eitthvað kemur upp á og ef reisa þarf varnargarða í hvelli.

Vélin er afkastamikil og er þörf á að vera með tvær jarðýtur við vinnu garðanna til að geta brugðist við.

Mynd: Ístak hf.

Bæði munu framkvæmdirnar ganga betur og hraðar fyrir sig með nýju jarðýtunni ásamt því að jarðýtan er tilvalin í allar stórar jarðvegsframkvæmdir.

Mynd: Ístak hf.

Heimild: Facebooksíða Ístaks hf.