Home Fréttir Í fréttum Allt kapp lagt á að klára framkvæmdir við nýtt íþróttahús

Allt kapp lagt á að klára framkvæmdir við nýtt íþróttahús

195
0
Stapaskóli.

Það var fjölmennt á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í vikunni þegar framkvæmdir við 2. áfanga Stapaskóla voru ræddar, en um er að ræða byggingu íþróttahúss og sundlaugar.

<>

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, eftirlitsmaður nýframkvæmda, deildarstjóri eignaumsýslu og eftirlitsmaður frá VSB verkfræðistofu mættu á fundinn hvar lagt var fram minnisblað um stöðu framkvæmda og horfur á verklokum.

Minnisblaðið er trúnaðarmál, samkvæmt fundargerð, en bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum yfir þeim töfum sem orðið hafa á verkinu og leggur áherslu á að allt kapp verði lagt á að klára 2. áfanga Stapaskóla sem allra fyrst.

Heimild: Sudurnes.net