Home Fréttir Í fréttum Vill skoða bólgu í verði á Fossvogsbrú

Vill skoða bólgu í verði á Fossvogsbrú

76
0
Sigurður segir hljómar eins og talsverð bólga sé í verðum við byggingu Fossvogsbrúar. Samsett mynd/Efla/Beam Architecths/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra kveðst hafa beðið um að útboð Reykja­vík­ur­borg­ar á upp­bygg­ingu Foss­vogs­brú­ar­inn­ar verði skoðað inn­an ráðuneyt­is­ins.

<>

„Þetta hljóm­ar þannig að það sé tals­verð bólga í verðum,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

„Það er eitt­hvað sem ég hef beðið um að verði skoðað í ráðuneyt­inu. Hvar og hvernig svona hlut­ir ger­ist og hver taki þess­ar ákv­arðanir, en þær eru ekki tekn­ar í ráðuneyt­inu,“ seg­ir hann að lok­um.

Verðmiðinn hækkað tals­vert
Kostnaður brú­ar­inn­ar sem mun hljóta nafnið Alda, hef­ur siglt tals­vert fram úr áætl­un­um en sam­kvæmt frumdrög­um að fyrstu lotu borg­ar­línu var áætlaður kostnaður við brúna sjálfa 2,25 millj­arðar.

Sam­kvæmt nýj­ustu áætl­un­um er verðmiðinn á brúnni 8,8 millj­arðar króna en gera má ráð fyr­ir að kostnaður­inn sigli um­tals­vert fram úr áætl­un­um og geti jafn­vel numið 15 millj­örðum kóna þegar upp verður staðið.

Áætlað er að Foss­vogs­brú­in muni kosta átta millj­arða króna. Teikn­ing/​Efla og BEAM

End­ur­skoðun sátt­mál­ans vel á veg kom­in
Spurður um fram­vindu­mála í end­ur­skoðun sam­göngusátt­mál­ans seg­ir Sig­urður Ingi vinnu henn­ar vel á veg komna.

„Mér skilst að sú vinna gangi vel. Hún er auðvitað um­fangs­mik­il og þetta eru stór verk­efni,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Tölvu­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Jón Gunn­ars­son, alþing­ismaður vakti at­hygli á því í viðtali við Morg­un­blaðið fyrr í vik­unni að end­ur­skoðun sátt­mál­ans hafi staðið yfir síðan s.l. sum­ar.

Enn bóli ekk­ert á niður­stöðu þrátt fyr­ir að hafa átt að taka ör­fá­ar vik­ur. Foss­vogs­brú­in er eitt þeirra sam­göngu­verk­efna sem sátt­mál­inn tek­ur til.

Heimild: Mbl.is