Home Fréttir Í fréttum Nýtt útlit Austurstrætis kostar um 500 milljónir

Nýtt útlit Austurstrætis kostar um 500 milljónir

63
0
Umferðarskipulags kvosinnar Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Breyt­ing­ar á skipu­lagi Aust­ur­stræt­is eru nú í und­ir­bún­ingi hjá borg­inni. Gert er ráð fyr­ir að breyta kjarna Kvos­ar­inn­ar í göngu­götu­svæði til fram­búðar. Í áföng­um verður ein­staka göt­um breytt í vist­göt­ur og síðar göngu­göt­ur. Gert er ráð fyr­ir að heild­ar­kostnaður við verk­efnið verði um 500 millj­ón­ir.

<>

Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, odd­viti Pírata í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, kynnti á borg­ar­stjórn­ar­fundi í gær næstu skref í inn­leiðingu um­ferðar­skipu­lags Kvos­ar­inn­ar, sem samþykkt var árið 2020.

Skipu­lagið mun styrkja upp­lif­un gang­andi veg­far­enda á svæðinu seg­ir í kynn­ing­unni. Þar er Aust­ur­stræti sagt einn mik­il­væg­asti göngu­ás Reykja­vík­ur ásamt Banka­stræti og Lauga­vegi.

„Aust­ur­stræti teng­ir sam­an mörg af mik­il­væg­ustu borg­ar­rým­um, bygg­ing­um og starf­semi miðbæj­ar­ins. Það er mik­il­vægt að þessi sögu­legi borg­ar­ás veiti læsi­lega, þægi­lega og hag­nýta upp­lif­un gang­andi veg­far­enda sem auðlesið al­menn­ings­rými og nú­tíma­legt borg­ar­göngu­svæði.

Hönn­un og skipu­lag Aust­urs­stræt­is skap­ar ramma um marg­vís­lega notk­un og líf seg­ir í kynn­ing­unni. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Heild­ar­kostnaður verk­efn­is­ins um 500 millj­ón­ir
Áætlaður heild­ar­kostnaður verk­efn­is­ins er um 500 millj­ón­ir yfir lengri tíma. Það er fyr­ir utan ófyr­ir­séðan mögu­leg­an kostnað, sagði Dóra Björt á borg­ar­stjórn­ar­fund­in­um í dag. Mat á kostnaði bygg­ir á frum­hönn­un, verk­hönn­un og um­sjón og eft­ir­liti með verk­hönn­un.

Frum­kostnaðarmat á frum­hönn­un er yfir 400 millj­ón­ir. Þá er kostnaður við verk­hönn­un og eft­ir­lit talið vera 65 millj­ón­ir. Gert er ráð fyr­ir því að ófyr­ir­séður kostnaður sé 25% þeim 65 millj­ón­um yfir lengra tíma­bil.

Dóra Björt seg­ir að á þessu ári sé gert ráð fyr­ir 200 millj­ón­um í fjár­fest­inga­áætl­un fyr­ir allt þetta svæði.

Göngu­göt­ur vin­sæl­ar meðal Reyk­vík­inga
Tæp­lega þrír af hverj­um fjór­um (72%) íbú­um Reykja­vík­ur er hlynnt­ur göngu­göt­um sam­kvæmt ný­legri könn­un Maskínu. Í öll­um hverf­um í borg­inni eru langt­um fleiri já­kvæðir en nei­kvæðir gagn­vart göngu­göt­um. Yngri íbú­ar eru lík­legri til að vera já­kvæðari ásamt þeim sem búa ná­lægt göngu­göt­um.

Lagt verður upp úr græn­um sveigj­an­leg­um svæðum og setu­svæðum. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

„Sam­setn­ing sveigj­an­legra svæða hef­ur verið ákvörðuð í sam­ráði við Reykja­vík­ur­borg og hags­munaaðila, stillt að þörf­um fyr­ir­tækja­eig­enda í göt­unni. Sveigj­an­leg svæði og hönn­un inn­an skýrs ramma rým­is- og efn­is­vals.“

Hol­lenska hönn­un­ar­stof­an Karres en Brands auk hinn­ar ís­lensku Sp(r)int Studio hönnuðu nýja strætið, en þau hönnuðu einnig nýja Lækj­ar­torg.

Kynn­ing á um­ferðar­skipu­lagi Kvos­ar­inn­ar má sjá hér. 

Heimild: Mbl.is