Home Fréttir Í fréttum Ríkisendurskoðandi skoðar Öldu

Ríkisendurskoðandi skoðar Öldu

98
0
Svona verður útsýnið yfir Fossvogsbrú frá Kópavogi. Ljósmynd/Efla/Beam Architects

At­hygli rík­is­end­ur­skoðanda hef­ur verið vak­in á stig­vax­andi hækk­un kostnaðaráætl­un­ar vænt­an­legr­ar Foss­vogs­brú­ar sem kölluð er Alda. Sam­kvæmt nýj­ustu áætl­un­um er verðmiðinn á brúnni 8,8 millj­arðar króna.

<>

Auk­in­held­ur má gera ráð fyr­ir að kostnaður­inn sigli um­tals­vert fram úr áætl­un­um og geti jafn­vel numið 15 millj­örðum kóna þegar upp verður staðið.

„Rík­is­end­ur­skoðandi er að skoða málið,“ seg­ir Jón Gunn­ars­son alþing­ismaður við Morg­un­blaðið.

„Þetta mál er allt með hrein­um ólík­ind­um og þær grund­vall­ar­breyt­ing­ar sem orðið hafa á verk­efn­inu frá því Alþingi fjallaði um það á sín­um tíma eru mikl­ar,“ seg­ir Jón.

Hann staðfest­ir að hafa gengið á fund rík­is­end­ur­skoðanda í vetr­ar­byrj­un ásamt Vil­hjálmi Árna­syni alþing­is­manni, þar sem þeir viðruðu áhyggj­ur sín­ar af þróun mála og sí­vax­andi kostnaðar­hækk­un­um Foss­vogs­brú­ar skv. áætl­un­um og hvort þær ættu sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Jón bend­ir á að Sam­göngusátt­mál­inn hafi verið í end­ur­skoðun frá sl. sumri og ekki bóli á niður­stöðu þrátt fyr­ir að hafa átt að taka ör­fá­ar vik­ur. Foss­vogs­brú­in er eitt þeirra sam­göngu­verk­efna sem sátt­mál­inn tek­ur til.

Jón seg­ir eðli­legt að þróun Foss­vogs­brú­ar­verk­efn­is­ins verði skoðuð, bæði út frá stór­hækkaðri kostnaðaráætl­un en einnig út frá stjórn­sýsl­unni og þeim miklu breyt­ing­um sem orðið hafa á verk­efn­inu frá því það var af­greitt á sín­um tíma í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is.

„Þar lá fyr­ir gróft kostnaðarmat borg­ar­línu sem hef­ur reynst mark­laust. Þetta er risa­verk­efni og erfitt að sjá hvernig rík­is­sjóður á að vera í stakk bú­inn til að fjár­magna það,“ seg­ir Jón Gunn­ars­son.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is