Home Fréttir Í fréttum Altjón á 53 húseignum

Altjón á 53 húseignum

96
0
Ekki er talið raunhæft að leggja fram tjónamat á hlutatjónseignum fyrr en tækifæri hefur gefist til að leggja mat á þau áhrif sem eldgosið og jarðhræringarnar í janúar hafa haft í för með sér. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Íslands (NTÍ) hafa borist sam­tals 432 til­kynn­ing­ar um tjón vegna nátt­úru­ham­far­anna í Grinda­vík, þar af bár­ust 8 til­kynn­ing­ar í síðustu viku, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá NTÍ. 266 hús­eign­ir og 15 inn­bú hafa verið skoðuð en eft­ir standa óskoðuð 122 tjón á hús­eign­um og 29 tjón á inn­bú­um/​lausa­fé sem óljóst er hvenær hægt verður að skoða.

<>

Alls hafa 53 hús­eign­ir (30 íbúðar­eign­ir og 23 at­vinnu­eign­ir) og 2 inn­bú verið met­in sem altjón af mats­mönn­um NTÍ. Haft hef­ur verið sam­band við alla eig­end­ur hús­næðis sem mats­menn hafa þegar staðfest að sé óviðgerðar­hæft.

Að sögn NTÍ er í nokkr­um til­vik­um um að ræða flókna stöðu vegna íbúðar­húsa sem tal­in eru vera óviðgerðar­hæf en bíl­skúr­ar við hús­in eru minna skemmd­ir og telj­ast því viðgerðar­hæf­ir. Ekki hef­ur verið leitt til lykta hvernig farið verður með þau mál.

Einnig er ljóst að at­b­urðirn­ir 14. janú­ar höfðu í mörg­um til­fell­um í för með sér veru­legt viðbót­artjón á þeim eign­um sem áður höfðu verið metn­ar sem hluta­tjón.

Því er ekki raun­hæft að leggja fram tjóna­mat á hluta­tjón­seign­um fyrr en tæki­færi hef­ur gef­ist til að leggja mat á þau áhrif sem eld­gosið og jarðhrær­ing­arn­ar í janú­ar hafa haft í för með sér.

Nán­ari um­fjöll­un í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is