Home Fréttir Í fréttum Byrjaðir að rífa Íslandsbankahúsið við Kirkjusand

Byrjaðir að rífa Íslandsbankahúsið við Kirkjusand

202
0
Mynd: Sjáskot af Ruv.is

Niðurrif á Íslandsbankahúsinu við Kirkjusand í Reykjavík er hafið.

<>

Íslandsbankahúsið á Kirkjusandi hefur staðið autt og yfirgefið um árabil og beðið niðurrifs.

Í húsinu hefur verið ýmis starfsemi frá frystihúsi yfir í banka og þarna voru einu sinni höfuðstöðvar Sambands íslenskra samvinnufélaga.

Sögu hússins er endanlega lokið og niðurrif hafið enda mygla og fleira í húsinu. Samkvæmt deiliskipulagi verða byggðar yfir 200 íbúðir á lóðinni.

Heimild: Ruv.is