Home Fréttir Í fréttum Fram­kvæmdir á nýrri land­tengingu á Mið­bakka hafin

Fram­kvæmdir á nýrri land­tengingu á Mið­bakka hafin

83
0
Áætluð verklok eru í maí næstkomandi. FAXAFLÓAHAFNIR

Fram­kvæmdir eru hafnar á nýrri land­tengingu í Reykjavíkurhöfn þar sem lagnir úr dreifistöð rafmagns á Faxagarði verða lagðar að nýjum tengipunkti landtengingar á Miðbakka.

<>

Frá þessu segir í tilkynningu frá Faxaflóahöfnum sem stendur að framkvæmdunum. Fram kemur að áætluð verklok séu í maí 2024 og munu Faxaflóahafnir þá geta boðið upp á landtengingar fyrir skemmtiferðaskip bæði á Miðbakka sem og á Faxagarði.

„Að framkvæmdum loknum verður jafnframt boðið upp á afhendingu á heitu vatni á Miðbakka sem gæti nýst til hitunar um borð í skemmtiferðaskipum sem og öðrum skipum meðan þau liggja við bakka.

Samhliða nýrri landtengingu á Miðbakka verður annað mikilvægt skref stigið í átt að aukinni skilvirkni Faxaflóahafna, þar sem 3 afhendingastaðir rafmagns, heitt/kalt vatns verða settir upp á Austurbakka. Afhendingastaðirnir verða snjallvæddir að danskri fyrirmynd þar sem skip og bátar geta tengst rafmagni og vatni með sjálfafgreiðslu,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Sigurði Jökli Ólafssyni, markaðsstjóra Faxaflóahafna, að þetta sé gríðarlega mikilvægur áfangi fyrir Faxaflóahafnir þar sem verið sé að stíga stór skref í átt að grænni og skilvirkari höfnum. „það er sérlega ánægjulegt að það skuli vera hér í Gömlu höfninni okkar í hjarta höfuðborgarinnar“, segir Sigurður Jökull.

Heimild: Visir.is