Home Fréttir Í fréttum Loka hluta Grensásvegar í fjóra mánuði

Loka hluta Grensásvegar í fjóra mánuði

105
0
Lögreglan deildi þessari mynd með í færslu sinni á facebook sem sýnir hvar verður lokað. Tölvuteiknuð mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Búið er að loka Grens­ás­vegi til suðurs frá Suður­lands­braut að Ármúla. Er þetta gert vegna færslu lagna á veg­um Veitna og er áætlað að lok­un­in standi yfir í um fjóra mánuði.

<>

Þetta staðfest­ir Rún Ingvars­dótt­ir, sam­skipta­stjóri Veitna, í sam­tali við mbl.is.

Fram­kvæmd­in er á veg­um Veitna og er verið að flytja lagn­ir úr Orkureit út í Grens­ás­veg.

Guðbrand­ur Sig­urðsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn seg­ir í sam­tali við mbl.is að lok­un­in eigi eft­ir að valda víðtæk­um trufl­un­um og töf­um í um­ferðinni meðan á lok­un stend­ur.

„Sér­stak­lega í síðdeg­is um­ferð þar sem við erum að tala um að Grens­ás­veg­ur til suðurs verður ekki notaður sem akst­urs­leið fyr­ir þá sem ætla sér í aust­ur­borg­ina að Suður­lands­braut til dæm­is. Þannig hún dreif­ist þá annað,“ seg­ir Guðbrand­ur.

Áætluð verklok 31. mars

Að sögn Guðbrands átti upp­haf­lega að fram­kvæma lok­un­in á föstu­dag í síðustu viku en því var frestað að beiðni lög­reglu vegna veðurfars.

Í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu sem birt­ist á Face­book seg­ir að gert sé ráð fyr­ir því að verklok verði ekki fyrr en 31. maí.

„Hjá­leiðir og lok­an­ir verða vel merkt­ar og eru öku­menn beðnir um virða þær og fara var­lega. Um­ferð get­ur orðið þung á há­anna­tím­um vegna mik­ils um­ferðarálags á svæðinu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is