Home Fréttir Í fréttum Ný brú byggð yfir Skjálfandafljót

Ný brú byggð yfir Skjálfandafljót

81
0
Þrívíddarmynd af fyrirhugaðri brú á eystri kvísl Skjálfandafljóts. Nýja brúin verður tvíbreið og hönnuð samkvæmt nýjustu kröfum. Tölvumynd/Vegagerðin

Und­ir­bún­ing­ur er haf­inn að fram­kvæmd­um við nýj­an veg og brú yfir Skjálf­andafljót í Köldukinn. Stefnt er að því að taka þessi mann­virki í notk­un eft­ir fjög­ur ár eða árið 2028.

<>

Nú­ver­andi brú er næst­um 90 ára göm­ul, byggð árið 1935. Brú­in er orðin svo lé­leg að grípa þurfti til þess ráðs í fyrra­sum­ar að loka henni fyr­ir um­ferð vöru- og fólks­flutn­inga­bíla. Hún er tæp­ir 200 metr­ar að lengd og var á sinni tíð með lengstu brúm á Íslandi. Nú er aðeins fólks­bíl­um heim­ilt að aka um hana.

Yfir þrír millj­arðar króna áætlaðir
Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um G. Pét­urs Matth­ías­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Vega­gerðar­inn­ar, er verkið í drög­um að sam­göngu­áætlun, tíma­sett árin 2026-2028. Þar eru 3.100 millj­ón­ir króna áætlaðar í verkið.

Þing­ey­ing­ar hafa margoft ályktað um stöðu sam­göngu­mála við Skjálf­andafljót. Báðar brýrn­ar yfir fljótið, í Köldukinn og Foss­hóli við Goðafoss, eru gaml­ar og ein­breiðar. Um þess­ar brýr fara all­ir flutn­ing­ar með fólk og vör­ur.

Sam­kvæmt sam­göngu­áætlun eru 1.520 millj­ón­ir ætlaðar til bygg­ing­ar nýrr­ar brú­ar um Skjálf­andafljót við Foss­hól á öðru tíma­bili, sem er 2029-2033. Nú­ver­andi brú er rúm­lega 50 ára göm­ul, byggð 1972.

Vildu hraða fram­kvæmd­um
Byggðaráð Norðurþings sendi í fyrra­sum­ar álykt­un til Vega­gerðar­inn­ar vegna um­ferðar­tak­mark­ana á brúnni í Köldukinn og hvatti rík­is­stjórn­ina til þess að hraða áform­um sín­um um nauðsyn­leg­ar end­ur­bæt­ur á um­rædd­um veg­kafla. Þetta verk­efni hafi alltof lengi setið á kant­in­um, eins og það var orðað.

Þá sendi stjórn og trúnaðarráð verka­lýðsfé­lags­ins Fram­sýn­ar á Húsa­vík frá sér álykt­un sl. haust um sam­göngu­mál í Þing­eyj­ar­sýsl­um. Þar eru þing­menn hvatt­ir til að flýta fram­kvæmd­um, bæði í Köldukinn og við Foss­hól.

Kaldakinn, eða Kinn, kall­ast landsvæðið sem nær frá bæn­um Krossi í mynni Ljósa­vatns­skarðs og norður í Bjarg­ar­krók við botn Skjálf­anda.

Heimild: Mbl.is