Home Fréttir Í fréttum Töluverð verðhækkun atvinnuhúsnæðis

Töluverð verðhækkun atvinnuhúsnæðis

111
0
Skrifstofuhúsnæði við Austurstræti 8-10 er nú laust til útleigu. Húsnæðið er samtals um 2 þúsund fermetrar. Það er í eigu Reita og hýsti áður skrifstofur Alþingis.

Atvinnuhúsnæði hefur hækkað um 26% að raunvirði á síðustu þremur árum.

<>

Raunverð atvinnuhúsnæðis hefur hækkað nokkuð undanfarin misseri. Á síðasta ári nam hækkunin um 8% og var hún einni um 8% á árinu 2022. Á síðustu þremur árum hefur verð á atvinnuhúsnæði hækkað um 26%. Þetta kemur fram í ritum Seðlabankans, Hagvísum og Fjármálastöðugleika.

„Verð atvinnuhúsnæðis mælist áfram hátt í hlutfalli við vísitölu byggingarkostnaðar og mælikvarða á efnahagsumsvif,” segir í Fjármálastöðugleika, sem kom út síðasta haust.

„Velta í þinglýstum viðskiptum með atvinnuhúsnæði jókst umtalsvert á síðasta ári en hefur dregist talsvert saman það sem af er ári. Á fyrstu sjö mánuðum ársins mældist veltan nærri 27 ma.kr. og dróst saman um 65% að raunvirði frá sama tímabili í fyrra.

Flestir mælikvarðar á spurn eftir atvinnuhúsnæði gefa til kynna að hún sé mikil um þessar mundir. Mikill vöxtur hefur verið í hagkerfinu og starfandi fólki hefur fjölgað ört allt frá lokum heimsfaraldursins.”

Heimild: Vb.is