Home Fréttir Í fréttum Fyrirhuguð Gilsárvirkjun háð mati á umhverfisáhrifum

Fyrirhuguð Gilsárvirkjun háð mati á umhverfisáhrifum

90
0
Teikning Orkusölunnar af fyrirhugri virkjun.

Skipulagsstofnun hefur kveðið upp þann úrskurð sinn að fyrirhuguð Gilsárvirkjun í Eiðaþinghá í Múlaþingi muni hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því framkvæmdin ver háð mati á umhverfisáhrifum.

<>

Austurfrétt fjallaði um virkjunaráformin sem Orkusalan stendur að í september síðastliðnum en þar yrði um að ræða allstóra vatnsaflsvirkjun eða upp á 6,7 megawött að afli og en fallhæð virkjunarinnar verður töluverð eða um 277 metrar þar sem hæst verður.

Það þýðir að Gilsárvirkjun verður með þeim hæstu í landinu og vatnasvið hennar mun ná 48 ferkílómetrum alls. Sjónræn áhrif eru þó talin lítil þar sem stíflan sjálf er á afskekktu svæði.

Einir níu aðilar sendu Skipulagsstofnun umsögn um verkið sem tekið var tillit til af hálfu Skipulagsstofnunar við ákvörðun sína. Af ýmsu er þar að taka en þar helst að engar rannsóknir hafi farið fram á botndýralífi árinnar né heldur fiskrannsóknum á svæðinu.

Né heldur komi nokkuð um hvaða áhrif dægursveiflur í rennsli kunni að hafa. Minjastofnun geldur varhug við að svæðið í heild hafi ekki verið skoðað með tilliti til minja og þar á bæ eru menn á því að framkvæmdin skuli í umhverfismat án alls vafa.

Veðurstofa Íslands vill að hugað verði að hættu vegna mannvirkjaflóða enda standi tveir bæir nærri farvegi Gilsár og geti báðir verið í hættu ef rof verður af einhverjum ástæðum.

Telur Skipulagsstofnun hafið yfir vafa að framkvæmdin muni hafi áhrif á vatnafar og vatnalíf enda muni rennsli árinnar skerðast mikið á kafla.

Þá er og bent á að ofan fyrirhugaðs stíflusvæðis hafi fundist eitt straumandapar en straumendur eru á válista auk þess sem Ísland er eina Evrópulandið þar sem tegundir verpir. Nauðyn sé að skoða betur mikilvægi svæðisins fyrir þá fuglategund.

Í niðurlagi umsagnar Skipulagsstofnunar kemur neðangreint fram en ákvörðunin er kæranlega fram til 23. febrúar næstkomandi:

[…] helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðrar Gilsárvirkjunar í áhrifum á vatnafar vegna varanlegra rennslisbreytinga í farvegum milli inntaka og stöðvarhúss og rennslisbreytinga neðan stöðvarhúss vegna dægurmiðlunar að veturlagi.

Þessar rennslisbreytingar geta haft umtalsverð neikvæð áhrif á smádýralíf og seiðabúskap á áhrifasvæði virkjunarinnar, sem síðan geta haft neikvæð áhrif á veiði í Gilsá/Selfljóti.

Mannvirki koma til með að breyta ásýnd lands á lítt röskuðu svæði auk þess sem vatnaflutningarnir og mannvirki munu breyta ásýnd að fossum sem njóta sérstakrar verndar.

Áhrif á gróður vegna vegagerðar, stíflugerðar, lónstæðis og stöðvarhúss verða varanleg, en framkvæmdin raskar m.a. votlendi sem nýtur sérstakrar verndar. Framkvæmdin mun einnig raska fornri leið um Gilsárdal sem nýtur verndar skv. lögum um menningarminjar.

Heimild: Austurfrett.is