Vegagerðin býður hér með út styrkingu og endurmótun á 4,9 km kafla Hringvegarins (1-a6), frá veðurstöð í Eldhrauni í austri að Litla-Bresti í vestri.
Um er að ræða endurmótun á 4,9 km vegarkafla Hringvegarins, milli veðurstöðvar í Eldhrauni í austri og Litla-Brests í vestri í Skaftárhreppi.
Fræsa skal núverandi klæðingu saman við burðarlag, breikka, bæta við burðarlagi og að lokum leggja klæðingu yfir. Vinna skal efni í styrktarlag og burðarlag úr bergnámu á svæðinu. Verktaki skal tvískipta verkinu þannig að einungis helmingur vegarins sé í framkvæmd í einu.
Helstu magntölur eru:
- – Bergskering í námu 14.000 m3
- – Skeringar 2.550 m3
- – Fláafleygar 4.700 m3
- – Styrktarlag 2.800 m3
- – Burðarlag 0/22 9.500 m3
- – Tvöföld klæðing 42.000 m2
- – Gróffræsun 38.000 m2
- – Frágangur fláa og vegsvæðis 37.000 m2
Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. september 2024.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 22. janúar 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 6. febrúar 2024.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign