Home Fréttir Í fréttum Ónýtar lagnir í Grindavík eftir frosthörkur

Ónýtar lagnir í Grindavík eftir frosthörkur

108
0
Dæmi eru um það að hús í Grindavík séu með ónýtar lagnir eftir frosthörku síðustu daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 50 pípu­lagn­inga­menn hafa farið í um 600 hús í Grinda­vík í vik­unni til að koma í veg fyr­ir vatns- og lagna­tjón. Búið er að bjarga gríðarleg­um verðmæt­um en þó eru ein­hverj­ar frost­skemmd­ir.

<>

Þetta seg­ir Böðvar Ingi Guðbjarts­son, formaður Fé­lags pípu­lagn­inga­meist­ara, en hann nefn­ir að al­manna­varn­ir hafi haft sam­band við fé­lagið til að fara í þess­ar aðgerðir. Böðvar seg­ir að fé­lags­menn hafi tekið vel í þá beiðni.

Böðvar seg­ir að sum staðar hafi verið of lít­ill þrýst­ing­ur á kerf­um þar sem dreifi­kerfið sé mjög laskað og því hafi þurft að reyna laga þrýst­ing­inn.

Bjargað hundruðum húsa frá frost­skemmd­um

Dæmi eru um það að hús í Grinda­vík séu með ónýt­ar lagn­ir eft­ir frost­hörk­ur síðustu daga.

„Það var víða frosið í snjó­bræðslum og víða frosið í inn­tök­um. En við erum bún­ir að ná að bjarga fleiri hundruðum húsa frá frost­skemmd­um,“ seg­ir Böðvar og bæt­ir við að starfs­menn HS Veitna hafi unnið þrek­virki síðustu daga við að reyna koma dreifi­kerf­inu í lag.

„Þeir hafa staðið sig mjög vel.“

Gríðarleg ver­mæta­björg­un

Píp­ar­arn­ir fengu lista með 700 hús­um sem þurfti að at­huga ástandið á og eiga þeir nú um 100 hús eft­ir.

„Þetta er búin að vera gríðarleg ver­mæta­björg­un á fast­eign­um í Grinda­vík,“ seg­ir hann og minn­ir á að vatns­tjón í hús­um geti hlaupið á millj­ón­um króna.

Böðvar seg­ir að það séu mikl­ar ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir til að tryggja ör­yggi fólks við vinnu í bæn­um.

„Svæðið er mjög vel vaktað og það eru alltaf tveir sam­an í hóp. Einn hóp­ur er skil­greind­ur tveir menn. All­ir menn þurfa að vera með sýni­leikafatnað, fall­varn­ar­búnað, hjálm með ljósi og með hverj­um hóp­um fylgja björg­un­ar­sveit­ar­menn.“

Vökvuðu plönt­ur

Píp­ar­arn­ir hefja aft­ur störf í Grinda­vík í dag.

„Grinda­vík er fal­leg­ur bær sem vert er að bjarga þar sem ástand hundruða húsa er í topp­st­andi. “

Nefn­ir Böðvar að píp­ar­ar hafi marg­ir hverj­ir vökvað plönt­ur eig­enda á meðan þeir voru að yf­ir­fara hita­kerf­in í hús­um. Hann seg­ir eig­end­ur hafi tekið mjög vel í það.

Heimild: Mbl.is