Ístak vinnur nú að breytingum á hvolfrými Orkuveita Reykjavíkur . Sú vinna tekur við í framhaldi af endurbyggingu vesturhúss að utan eftir miklar rakaskemmdir fundust á húsinu.

Hornsteinar arkitektar hafa í samstarfi við hollensku arkitektastofuna HofmanDujardin endurhannað hvolfrýmið sem mun nú tengja saman Vestur- og Austurhús í enn ríkari mæli en áður.

Byggingin mun því einnig taka talsverðum breytingum að innan í náinni framtíð. Nýr stigi tengir nýja millipalla sem gæddir verða gróðurkerjum, fjölbreyttum setsvæðum og kaffiaðstöðu.



Heimild: Facebooksíða Ístaks hf.