Home Fréttir Í fréttum Bíla­stæðin við Land­manna­laugar verða ekki stækkuð í bráð

Bíla­stæðin við Land­manna­laugar verða ekki stækkuð í bráð

38
0
Stækka átti bílastæði við Námskvísl. VÍSIR/VILHELM

Áform um stækkun bílastæðis við Landmannalaugar hafa verið slegin af með úrskurði Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. Heildarmat skorti og samræmi við lög um stjórn vatnamála.

<>

Sveitarstjórn Rangárþings ytra veitti sveitarfélaginu framkvæmdaleyfi 13. september síðastliðinn til þess að stækka bílastæðið við Landamnnalaugar. Segir í tilkynningu frá úrskurðarnefnd að samtökin Náttúrugrið hafi kært ákvörðunina samdægurs.

Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að Landamannalaugar séu þjóðlenda og með þær fer forsætisráðuneytið, en ekki sveitarfélög. Ráðuneytið sjálft hafi ekki samþykkt áformin.

„Svæðið er jafnframt hluti Friðlands að Fjallabaki með friðlýsingu frá 1979. Með umsjón fer Umhverfisstofnun, en hún lagðist ekki gegn innviðaframkvæmdumnum þó hún teldi þær líklegar til að hafa neikvæð, staðbundin áhrif á náttúrufar svæðisins,“ segir í tilkynningu frá Náttúrugriðum.

Ein af ástæðum ógildingar leyfisins hafi verið að við leyfisveitingu hafi skort að tekið væri tillit til laga um stjórn vatnamála. Með stækkun bílastæðanna hefði Námskvísl verið raskað.

Heimild: Visir.is