Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Samið um endurbyggingu Ásgarðs við Borgarverk ehf.

Samið um endurbyggingu Ásgarðs við Borgarverk ehf.

406
0
Samningur handsalaður af hafnarstjóranum Olafi Þór og fulltrúa Borgarverks Atla Þór. Mynd: skagastrond.is

Nýverið var undirritaður verksamningur við Borgarverk ehf. frá Borgarnesi um endurbyggingu Ásgarðs í Skagastrandarhöfn.

<>

Verkið var boðið út af Vegagerðinni í lok síðasta árs og var Borgarverk eina fyrirtækið sem bauð í verkið.

Endurbygging Ásgarðs. Mynd: skagastrond.is

Helstu verkþættir eru að brjóta og fjarlægja þekju og polla á núverandi bryggju, jarðvinna, uppúrtekt, fylling og þjöppun.

Þá þarf að reka niður stálþilsplötur og ganga frá stagbitum og stöngum, auk þess að steypa 147 metra langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.

Áætluð verklok eru í desember á þessu ári.

Heimild: Huni.is