Home Fréttir Í fréttum Unnið að varnargörðunum fá­einum metrum frá hrauninu

Unnið að varnargörðunum fá­einum metrum frá hrauninu

144
0
Eins og sést er ekki langt í að vinnumennirnir þurfi að yfirgefa svæðið. VÍSIR

Enn er vinna í gangi við varnargarðinn við Grindavíkurveg þrátt fyrir að hraunflæðið sé einungis örfáum metrum frá. Miðað við hraða hraunsins er ljóst að vinnuflokkurinn getur ekki unnið mikið lengur.

<>

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

„Það er vinna í gangi þarna við varnargarðinn við Grindavíkurveg en það styttist í að sá vinnuflokkur hverfi á brott,“ segir hann.

Hann staðfestir þó að ekki séu aðrir á svæðinu þar sem ljóst er að bráðum flæði hraun yfir Grindavíkurveg. Varnargarðurinn sem er þar er því eins og staðan gefur til kynna ekki ýkja hár.

Heimild: Visir.is