Opnun tilboða 19. desember 2023.
Smíði tveggja steinsteyptra eftirspenntra 34 m plötubrúa yfir Fjarðarhornsá og Skálmardalsá, ásamt vegagerð við hvora brú fyrir sig, samtals um 1,8 km. Brýrnar eru beggja vegna við Klettsháls.
Heildar magntölur fyrir vegagerðina:
– Bergskering 27.700 m3
– Fyllingar 49.900 m3
– Útjöfnun gamals vegar 14.000 m2
– Fláafleygar 15.700 m3
– Ræsalögn 186 m
– Styrktarlag flutningur og útlögn 10.000 m3
– Burðarlag flutningur og útlögn 3.700 m3
– Klæðing 33.960 m2
– Vegrið 480 m
Heildar magntölur fyrir brúargerðina á báðar brýr:
– Vegrið 188 m
– Gröftur 1.600 m3
– Stálstaurar, skurður 120 stk.
– Mótafletir 2.132 m2
– Steypustyrktarjárn 100 tonn
– Spennt járnalögn 21 tonn
– Steypa 1.180 m3
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember 2025.