Home Fréttir Í fréttum Fjölbreyttari eignir vantar fyrir Grindvíkinga

Fjölbreyttari eignir vantar fyrir Grindvíkinga

71
0
Frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls hafa 44 leigu­samn­ing­ar farið í gegn á leigu­torgi fyr­ir íbúa Grinda­vík­ur sem var opnað fyr­ir rúmri viku.

<>

Skráðar eign­ir á torg­inu eru 162 tals­ins en þar get­ur fólk sem vill styðja Grind­vík­inga boðið eign­ir sín­ar til út­leigu.

„Enn vant­ar þó fjöl­breytt­ari eign­ir, bæði eft­ir gerð og staðsetn­ingu, til að all­ir Grind­vík­ing­ar hafi ör­uggt skjól yfir jól og ára­mót.

Skort­ur er á fleiri stærðar- og verðflokk­um til að koma til móts við fjöl­breytt sam­fé­lag Grinda­vík­ur en t.a.m. er tals­verður skort­ur á eign­um þar sem gælu­dýr eru vel­kom­in,” seg­ir í til­kynn­ingu.

Heimild: Mbl.is