Enginn er talinn hafa verið inni í sex hæða húsi sem hrundi í Bronx-hverfi New York-borgar í Bandaríkjunum síðdegis í gær, að staðartíma. Framkvæmdir voru í húsinu og er því talið að það hafi verið mannlaust, að sögn yfirvalda.
Leitar- og björgunarstarfi var engu að síður hrint af stað til að ganga úr skugga um að ekkert mannfall hafi orðið. Slökkviliðsmenn hafa unnið að því að grafa göng undir húsarústirnar.
Tildrög hrunsins liggja ekki fyrir og segir slökkviliðsstjóri að það sé fremst í forgangsröðinni að tryggja að enginn hafi slasast.
Heimild: Ruv.is