Home Fréttir Í fréttum Hyggjast stækka á Húsafelli

Hyggjast stækka á Húsafelli

103
0
Gamla sundlaugin á Húsafelli hefur verið endurbætt og við hana aukið þannig að nú er þar komin heilsulind sem nýtist hótelgestum hvað best. mbl.is/Brynjólfur Löve

Stefnt er á frek­ari stækk­un Hót­els Húsa­fells á kom­andi miss­er­um. Þetta upp­lýs­ir Unn­ar Bergþórs­son, fram­kvæmda­stjóri ferðaþjón­ust­unn­ar á Húsa­felli, í nýj­asta þætti Hring­ferðar­inn­ar sem efnt er til í til­efni 110 ára af­mæl­is Morg­un­blaðsins. Viðtalið er aðgengi­legt á mbl.is og öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

<>

Í hönn­un­ar­ferli
„Við erum ný­bú­in að fá í gegn skipu­lag um stækk­un á hót­el­inu og það er í hönn­un­ar­ferli núna. Við stefn­um að því að stækka um að lág­marki 12 her­bergi og allt að 20 en það fer aðeins eft­ir því hvernig okk­ur tekst að nýta bygg­ing­ar­rétt­inn sem við feng­um í þetta verk­efni,“ seg­ir Unn­ar. Í dag eru her­bergi hót­els­ins 48 og því gæti stækk­un­in numið allt að rúm­lega 40%, gangi áætlan­ir eft­ir.

Unn­ar seg­ir að eft­ir­spurn­in eft­ir gist­i­rými á svæðinu sé mik­il og að um leið og hót­elið hafði verið stækkað úr 36 her­bergj­um í 48, ári eft­ir að það opnaði fyrst dyr sín­ar, hafi komið í ljós að starf­sem­in annaði ekki eft­ir­spurn.

Þegar fyr­ir­huguð upp­bygg­ing hefst seg­ir Unn­ar að stefnt verði að því að leggja drög að enn frek­ari stækk­un og hefja skipu­lags­vinnu þar að lút­andi.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is