Home Fréttir Í fréttum Slösuðust alvarlega á byggingarsvæði

Slösuðust alvarlega á byggingarsvæði

273
0
Horft frá Tornparken í Sundbygberg, sem er smæsta sveitarfélag Svíþjóðar, en þar varð slysið í gærrmorgun. Ljósmynd/Wikipedia.org/Bysmon

Nokkr­ir starfs­menn á ný­bygg­ing­ar­svæði í Sund­by­berg, skammt frá sænsku höfuðborg­inni Stokk­hólmi, eru al­var­lega slasaðir eft­ir að vinnu­lyfta þar á svæðinu féll 20 metra um tíu­leytið í gærrmorgun að sænsk­um tíma.

<>

Lög­regla og sjúkra­flutn­inga­menn komu fljótt á vett­vang og höfðu þar mik­inn viðbúnað en björg­un­arþjón­ust­an Räddn­ing­stjän­sten vill ekki tjá sig um or­sök slyss­ins.

Mik­ill viðbúnaður

„Hér er mik­ill viðbúnaður, fjöldi lög­reglu­bif­reiða, slökkvilið og ég sá eina sjúkra­bif­reið yf­ir­gefa svæðið í for­gangsakstri,“ sagði Tim Waage, fréttamaður sænska rík­is­út­varps­ins, sem var á vett­vangi í morg­un.

Að sögn And­ers Bryng­els­son, upp­lýs­inga­full­trúa lög­regl­unn­ar, leik­ur eng­inn grun­ur á að sak­næm hátt­semi hafi valdið slys­inu.

SVT

Heimild: Mbl.is