F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Úlfarsárdalur, hverfi 1. Yfirborðsfrágangur 2016, útboð nr. 13686.
Verkið felst í því að jafna undir gangstéttar, leggja snjóbræðslu, reisa ljósastólpa, steypa kantsteina, steypa stétt og leggja hellur og ganga frá gróðursvæðum.
Helstu magntölur eru:
Gröftur | 280 m3 |
Fylling | 100 m3 |
Snjóbræðslulagnir | 420 m2 |
Kantsteinn | 490 m |
Steypt stétt | 870 m2 |
Hellulögn | 540 m2 |
Þökulögn | 190 m2 |
Gróðurbeð | 460 m2 |
Reisa ljósastólpa | 5 stk |
Lokaskiladagur verksins er 15. október 2016.
Útboðsgögn á geisladiski verða seld á kr. 3.000 frá og með þriðjudeginum 22. mars 2016 í afgreiðslu þjónustuvers Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 – 14, 105 Reykjavík.
Opnun tilboða: Þriðjudaginn 5. apríl 2016 kl. 10:00 í Borgartúni 12-14. Tilboðum skal skilað í þjónustuver Reykjavíkurborgar.