Home Fréttir Í fréttum Hvaða hverfi liggja á flekaskilum?

Hvaða hverfi liggja á flekaskilum?

222
0
Höfuðborgarsvæðið liggur ekki á flekaskilum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í ljósi þeirra jarðhrær­inga sem orðið hafa á Reykja­nesskaga und­an­far­in ár velta marg­ir fyr­ir sér hvort ein­hver íbúðahverfi á höfuðborg­ar­svæðinu séu í hættu.

<>

Spurn­ing þess efn­is barst Vís­inda­vefn­um á dög­un­um og Jón Gunn­ar Þor­steins­son, rit­stjóri Vís­inda­vefs­ins, svaraði henni skýrt og skil­merki­lega, og las Páll Ein­ars­son, pró­fess­or emer­it­us í jarðeðlis­fræði við HÍ, hana yfir.

„Stutta svarið við spurn­ing­unni er að eng­in íbúðahverfi á höfuðborg­ar­svæðinu liggja á fleka­skil­um. Þétt­býl svæði á Suður­landi, eins og Hvera­gerði og Sel­foss, liggja hins veg­ar á þver­brota­belti Suður­lands, en beltið er birt­ing­ar­mynd fleka­skil­anna þar,“ skrif­ar Jón Gunn­ar en spurn­ing­in var svona: Hvaða íbúðahverfi á höfuðborg­ar­svæðinu liggja á fleka­skil­um?

Suður­landsþver­brota­beltið er um 70 km langt og um 10-15 km breitt. Það nær frá Hell­is­heiði í vestri og aust­ur að Heklu. Vest­ur­endi belt­is­ins teng­ist síðan fleka­skil­um Reykja­nesskaga. Jarðskjálft­ar á þver­brota­belt­um á Íslandi geta orðið stærri en ann­ars staðar á fleka­skil­um hér á landi.

Yf­ir­lit­skort sem sýn­ir staðsetn­ingu jarðskjálfta á Íslandi 1995-2014. Fleka­skil­in eru dreg­in með blá­um lit og þykkt lín­unn­ar sýn­ir mis­mun­andi hraða gliðnun­ar­inn­ar. Örvarn­ar sýna rekstefnu flek­anna. Kort/​Vís­inda­vef­ur­inn
Þver­brota­belti Suður­lands. Mæld­ir skjálft­ar stærri en 0 frá ár­inu 1991-2006 eru sýnd­ir með svört­um punkt­um. Einnig sjást kortlagðar sprung­ur, sprungu­sveim­ar og meg­in­eld­stöðvar. Kort/​Vís­inda­vef­ur­inn

Sprungu­sveim­ar ná inn á höfuðborg­ar­svæðið

Jón Gunn­ar velt­ir því upp hvort spyrj­andi hafi kannski frek­ar verið að velta fyr­ir sér hvort svo­nefnd­ir sprungu­sveim­ar ná inn á höfuðborg­ar­svæðið og er svarið við þeirri spurn­ingu já.

„Sprungu­sveim­ur Krýsu­vík­ur nær inn í aust­ustu út­hverfi Reykja­vík­ur, Kópa­vogs og Garðabæj­ar. Sprungu­sveim­ar eru eins kon­ar merki á yf­ir­borði jarðar um hvar stór­ir kviku­gang­ar hafa nálg­ast yf­ir­borðið,“ skrif­ar Jón Gunn­ar.

Sprungu­sveim­ar eru eins kon­ar merki á yf­ir­borði jarðar um hvar stór­ir kviku­gang­ar hafa nálg­ast yf­ir­borðið.

Vís­ar Jón Gunn­ar þar inn á svar Páls Ein­ars­son­ar frá 17. nóv­em­ber inni á Vís­inda­vefn­um þar sem hann út­skýr­ir kviku­ganga í þaula og fer yfir það hversu langt kviku­gang­ar geta brotið sér leið.

Heimild: Mbl.is