Home Fréttir Í fréttum Byggja fiskeldisstöð á nýju hrauni

Byggja fiskeldisstöð á nýju hrauni

125
0
Eldisker. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hraunið er eitt af því sem ger­ir Vest­manna­eyj­ar hent­ug­ar und­ir fisk­eldi. Það er til­tölu­lega auðvelt að vinna landið und­ir því og mun ódýr­ara held­ur en að þurfa að sprengja líkt og gert er þegar menn vinna hefðbundn­ari jarðveg með bergi í.“

<>

Þetta seg­ir Lár­us Ásgeirs­son, stjórn­ar­formaður land­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Lax­eyj­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið um form­lega opn­un nýrr­ar seiðaeld­is­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins í Friðar­höfn í Vest­manna­eyj­um á föstu­dag.

„Seiðaeld­is­stöðin er byggð við höfn­ina en áframeldið, þ.e. land­eldið sjálft, verður á nýja hraun­inu, í Viðlaga­fjöru, og þar erum við al­gjör­lega að byggja á nýju landi,“ seg­ir Lár­us.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is