Home Fréttir Í fréttum Breikkun vegar boðin út fyrir jól

Breikkun vegar boðin út fyrir jól

175
0
Umferð var hleypt á fyrri hluta breikkunar vegarins í sumar. Vinna við seinni hlutann ætti að geta hafist af fullum krafti á næsta ári. mbl.is/Árni Sæberg

Til stend­ur að bjóða út seinni hluta breikk­un­ar Vest­ur­lands­veg­ar á Kjal­ar­nesi fyr­ir jól­in. Þetta upp­lýs­ir G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar.

<>

Þetta er nokkru seinna en upp­haf­lega var lagt upp með. Í sam­göngu­áætlun er fjár­magn sett í verkið næstu fjög­ur árin, 2024-2027.

Um er að ræða 2. áfanga breikk­un­ar hring­veg­ar á Kjal­ar­nesi á milli Varm­hóla og Hval­fjarðar­veg­ar, þ.e.a.s. breikk­un 5,6 kíló­metra kafla. Breikka á nú­ver­andi tveggja ak­reina veg í 2+1-veg með aðskild­um ak­braut­um.

Í verk­inu eru meðal ann­ars innifal­in tvö hring­torg, ann­ars veg­ar við Grund­ar­hverfi og hins veg­ar við Hval­fjarðar­veg, tvenn und­ir­göng und­ir hring­veg við Esju­skála og við Arn­ar­ham­ar, leng­ing und­ir­ganga við Vallá og leng­ing steypts stokks við Blik­dalsá.

Kort/​mbl.is

Hliðar­veg­ir og stíg­ar eru einnig innifald­ir í verk­inu og eitt stál­plöturæsi gegn­um hliðar­veg. Verkið er sam­starfs­verk­efni Vega­gerðar­inn­ar, Reykja­vík­ur­borg­ar, Veitna, Gagna­veitu Reykja­vík­ur og Mílu.

Full­trú­ar frá Vega­gerðinni og verk­fræðistof­unni Verkís kynntu fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir á Vest­ur­lands­vegi á Kjal­ar­nesi á fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur í síðustu viku.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is