Home Fréttir Í fréttum Kafarar unnið við að festa vatnslögnina og ólíkir kostir skoðaðir til að...

Kafarar unnið við að festa vatnslögnina og ólíkir kostir skoðaðir til að tryggja vatn

104
0
Páll segir meiri bjargir til að tryggja vatn til Eyja en óttaðist var að væru til í fyrstu. RÚV – Sigurður Kristján Þórisson

Enn er yfirlýst hættuástand í Vestmannaeyjum. Vatnslögnin getur ennþá gefið sig hvenær sem er. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar segir að fleiri leiðir séu mögulegar til að tryggja vatn til Eyja en á horfðist í fyrstu.

<>

Nokkrir möguleikar til að tryggja vatnsöryggi í Eyjum eru nú skoðaðir en enn er hættuástand í Eynni. Páll segir bjargir til að tryggja vatn vera meiri en fyrst þótti eftir að skemmdin á vatnsleiðslunni varð.

Margar ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja vatnsöryggi Á annan tug kafara hafa á síðustu dögum unnið að því að festa vatnsleiðsluna betur niður að ráði framleiðanda.

Gamla leiðslan ekki útilokuð
Ekki er talið ómögulegt að tengja gömlu leiðsluna frá 1968 aftur og nota til bráðabirgða.

„Í fyrsta lagi telja sérfræðingar ekki útilokað að ef leiðslan fer sé hægt að taka hana í sundur rétt austan við Klettsvíkina og skeyta við hana plaströri, það er að segja við leiðsluna sjálfa, innan við alla vafningana og verjurnar sem eru á aðalleiðslunni og leggja slíka leiðslu upp í svokallaða Gjábakkafjöru og halda áfram að sækja vatn með þeirri aðferð,“ segir Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar í Vestamannaeyjum.

Framleiða vatn úr sjó
Nýjasta lausnin er hins vegar nýr vatnshreinsibúnaður, sem framleiðir vatn úr sjó líkt og ný seyðaeldisstöð á laxi í Eyjum gerir nú þegar. Tvö þúsund tonn af vatni á sólarhring þarf daglega í Eyjum og um fimm þúsund tonn á hámarki loðnuvertíðar í byrjun árs.

Mynd:RÚV

„Stóru sjávarútvegsfyrirtækin tvö, Vinnslustöðin og Ísfélagið eru að festa kaup á sams konar vélbúnaði þannig að framleiðslugetan á vatni úr sjó verður þá um 1500 tonn á sólarhring þegar allar þrjár vélarnar af þessari tegund verða komnar í notkun,“

Heimild: Ruv.is