Home Fréttir Í fréttum Byggingaframkvæmdir eru ekki enn hafnar við hús íslenskra fræða

Byggingaframkvæmdir eru ekki enn hafnar við hús íslenskra fræða

107
0
Mynd: Hugvísindastofnun HÍ
Byggingaframkvæmdir eru ekki enn hafnar við hús íslenskra fræða, sem hýsa á Árnastofnun, þó að grunnurinn hafi verið til staðar í næstum þrjú ár. Happdrætti Háskólans er með frátekna fjármuni til verksins, sem einungis bíða eftir samþykki stjórnvalda til að verða nýttir.

Skóflustunga var tekin af húsinu í mars 2012. Rúmu árið síðar, þegar ný ríkisstjórn var tekin við, varð þó ljóst að verkið myndi frestast vegna stöðunnar í ríkisfjármálum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fullyrti þó árið 2014, á ársfundi Árnastofnunar, að húsið myndi rísa – aðeins væri spurning um hvenær það gerðist.

<>

Samkvæmt upplýsingum á  byggingastaðnum er enn áætlað að verkið verði tilbúið í mars 2016. Nú er einmitt mars 2016 en einu spýturnar sem hafa risið eru á girðingunni sem umlykur galtóman grunninn.

Happdrætti Háskóla Íslands á að fjármagna þriðjung framkvæmdarinnar. Happdrættið hefur þegar greitt 350 milljónir til verksins og 750 til viðbótar eru eyrnamerktar í verkið – bíða aðeins eftir kallinu frá stjórnvöldum.

Fyrir liggur þingsályktunartillaga frá forsætisráðherra um að húsið, ásamt tveimur öðrum byggingum, verði tilbúið 2018, á hundrað ára fullveldisafmæli Ísland. Hún hefur verið afgreidd í ríkisstjórn og þingflokki Framsóknarflokksins, en ekki í þingflokki Sjálfstæðisflokksins – þar hefur hún setið föst í tæpt ár.

Eins og staðan er núna er því algjörleg óljóst hvenær byrjað verður að nýju á framkvæmdum við hús íslenskra fræða.

Heimild: Rúv.is