Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við Súðavíkurhöfn

Framkvæmdir við Súðavíkurhöfn

99
0
Mynd: BB.is

Undanfarna mánuði hefur Háafell ehf. fengið fóðurskip að bryggju í Súðavíkurhöfn.

<>

Skipin hafa verið á 2-3 vikna fresti og skipað upp fóðri í fóðurpramma félagsins í Skötufirði og Kofradýpi, en hefur svo lagst að bryggju með fóður sem geymt er í fóðurgeymslu við Njarðarbraut.

Súðavíkurhreppur sótti um í fiskeldissjóð fyrir verkefni sem varðar lokun á norðurtanga Súðavíkurhafnar. Gengur verkefnið út á það að fá ISPS vottun fyrir höfnina (öryggissvæði fyrir sjófarendur) og fékkst styrkur til verkefnisins.

Það er fyrirtækið Græjað og gert ehf. sem hefur séð um framkvæmdahliðina og voru þeir nú á dögunum að koma fyrir stöplum til uppsetningar á hliðgrind og girðingu sem unnt er að nota til þess að loka af norðurgarðinn.

Unnið hefur verið að því undanfarið að fá inn tekjur fyrir Súðavíkurhöfn þar sem lítil umsvif hafa verið síðastliðin ár.

Að óbreyttu verður því talsvert meira um að vera við höfnina, einkum í tengslum við fiskeldi í Ísafjarðardjúpi.

Heimild: BB.is