Home Fréttir Í fréttum Varnargarðurinn mun ekki hindra aðkomu að lóninu

Varnargarðurinn mun ekki hindra aðkomu að lóninu

80
0
Víðir segir að varnargarðurinn í kringum Bláa lónið sé hannaður þannig að hann hindri ekki aðkomu gesta. Samsett mynd

Víðir Reyn­is­son, sviðsstjóri al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ir í sam­tali við mbl.is að varn­argarður­inn muni ekki hindra aðkomu gesta að Bláa lón­inu. Bláa lónið hef­ur til­kynnt fram­leng­ingu á lok­un.

<>

Bíla­stæðin hjá Bláa lón­inu eru fyr­ir utan veggi varn­argarðsins sem um­lyk­ur Bláa lónið og virkj­un­ina í Svartsengi. Víðir tel­ur þó að það muni ekki koma til með að hamla aðgengi að lón­inu.

Seg­ir hann að al­manna­varn­ir hafi fengið arki­tekt og tækni­fræðing á veg­um Bláa lóns­ins með í vinn­una til að vinna að út­færsl­unni á varn­argarðinum í kring­um bíla­stæðin og að Bláa lón­inu.

„Þegar að þess­ari hrinu lík­ur, eða hvað við get­um sagt, og talið verður ör­uggt að opna Bláa lónið aft­ur þá verður garður­inn ekki þannig að hann hindri aðkomu gesta held­ur sé hann hannaður þannig að það sé hægt,“ seg­ir Víðir.

Ysta bíla­stæði Bláa lóns­ins er fyr­ir utan varn­argarðinn. Teikn­ing/​Verkís

Fram­lengja lok­un Bláa lóns­ins
Bláa lónið hef­ur tekið ákvörðun þess efn­is að fram­lengja lok­un lóns­ins. Mun sú lok­un gilda til klukk­an 7 þann 7. des­em­ber og verður þá staðan end­ur­met­in, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins.

„Við hlökk­um til að geta opnað aft­ur í Svartsengi og taka hlý­lega á móti gest­um að nýju,“ seg­ir í til­kynn­ingu Bláa lóns­ins.

Heimild: Mbl.is