Home Fréttir Í fréttum Kanna hvort hægt sé að nota óseldar nýbyggingar fyrir Grindavíkinga

Kanna hvort hægt sé að nota óseldar nýbyggingar fyrir Grindavíkinga

91
0
Mynd: Ruv.is

Innviðaráðherra skipaði fyrir helgi starfshóp sem á að greina og og kynna lausnir fyrir húsnæði fyrir Grindvíkinga. Kjartan Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, formaður hópsins, vill meðal annars skoða óseldar nýbyggingar.

<>

Áhersla starfshópsins er á nýjar húsnæðiseiningar, eins konar viðlagasjóðshús eins flutt voru inn eftir Vestmannaeyjagos, en hópurinn er líka að horfa á aðra möguleika. Kjartan ræddi málið í Silfrinu í gær.

„Það er mikið til af húsnæði í landinu, tilbúnum íbúðum sem eru ekki að seljast. Við erum líka að skoða í þessari nefnd, þótt það sé ekki hluti af skipunarbréfinu, að kanna hvort það sé hægt að koma þeim íbúðum í vinnu til skamms tíma, í leigu eða með einhverjum öðrum hætti.

Það held ég að myndi ekki hafa verðbólguhvetjandi áhrif því það þegar búið að byggja þessar íbúðir, þær eru á byggingarstigi 5, 6 og 7, eru kannski tilbúnar.“

Hópurinn á að skila tillögum í lok janúar.

Heimild: Ruv.is